Hoppa yfir valmynd
29.11.2012 Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherrar Færeyja og Grænlands heimsækja Ísland

Innanríkisráðherrar Færeyja og Grænlands, Kári Höjgaard og Anton Frederiksen, sem fara meðal annars með sveitarstjórnarmálefni, heimsækja Ísland í boði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Koma ráðherrarnir á morgun, föstudag, og dvelja hér fram á sunnudag.

Á dagskrá ráðherranna eru fundir bæði með sérfræðingum innanríkisráðuneytisins og ýmissa stofnana sem heyra undir ráðuneytið og munu þeir kynna sér ýmis sameiginleg málefni á starfssviði ráðuneyta sinna. Þannig fá þeir kynningu á starfsemi Fjölmenningarsetursins á Ísafirði, heimsækja Þjóðskrá og eiga viðræður við fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga auk fulltrúa Reykjavíkurborgar.

Ráðherrarnir þrír hafa áður átt viðræður á ýmsum fundum norrænna ráðherra og er heimsóknin nú skipulögð í framhaldi af síðasta ráðherrafundi.

 

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta