Hoppa yfir valmynd
07.12.2012 Innviðaráðuneytið

Fjármál og samstarfsmál rædd á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga

Samráðsfundur ríkis og sveitarfélaga var haldinn í dag. Slíkir fundir eru haldnir í það minnsta einu sinni á ári og sátu hann fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, innanríkisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis.

Frá samráðsfundi fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem haldinn var í dag.
Frá samráðsfundi fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem haldinn var í dag.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setti fundinn og sagði hann nú í fyrsta sinn haldinn eftir að ný sveitarstjórnarlög tóku gildi um síðustu áramót. Í ávarpi sínu sagði innanríkisráðherra meðal annars að auk þessa fundar færi fram margvíslegt samráð milli ríkis og sveitarfélaga í kringum hin ýmsu samstarfsverkefni, svo sem hjá Jónsmessunefnd sem einnig er reglulegur vettvangur fyrir samskipti ríkis og sveitarfélaga, ráðgjafnarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og sagði ráðherra allt þetta samstarf mikilvægt. Þá nefndi ráðherra að með nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi í ársbyrjun hafi verið margvísleg nýmæli, svo sem fjármálareglur fyrir sveitarfélög sem innleiddar eru samkvæmt nýrri reglugerð sem sett var á miðju ári. Þá minntist hann á það nýmæli að ráðuneyti láti vinna kostnaðarmat lagafrumvarpa og reglugerða ef fyrirsjánlegt væri að þau snertu fjárhag sveitarfélaga. Í lokin minnti hann á lagafrumvörp sem væru nú á lokaspretti og snerust um að heimila rafrænar íbúakosningar og um persónukjör í sveitarstjórnarkosningum.

Frá samráðsfundi fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem haldinn var í dag.

Að loknu ávarpi innanríkisráðherra sagði Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, nokkur orð og ræddi þróun og horfur í efnahagsmálum, hagvöxt og verðbólgu og Halldór Halldórsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, sagði einnig nokkur orð í upphafi fundar og sagði meðal annars samstarf sambandsins og ríkisins hafa verið mikið og gott gegnum árin, ekki síst samstarfið við innanríkisráðuneyti.

Hallgrímur Guðmundsson, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytis, greindi því næst frá helstu atriðum í starfi samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál en ráðuneytið fer nú með formennsku í nefndinni. Greindi hann meðal annars frá vinnu við undirbúning lagafrumvarps um opinber fjármál og umfjöllun um hagstjórnarsamning ríkis og sveitarfélaga. Þá flutti Guðmundur Björnsson, formaður kjaramálanefndar, greinargerð frá nefndinni.

Frá samráðsfundi fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem haldinn var í dag.Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ræddi síðan um ýmis atriði er varða þjónustu fatlaðra og aldraðra, fjárhagsaðstoð við atvinnuátakið vinna og virkni 2013, húsnæðismál og fleira og á síðasta hluta fundarins kynntu fulltrúar Sambands ísl. sveitarfélaga ýmis erindi er varða ríkið svo sem um tekjustofna sveitarfélaga og fjárhagserfiðleika einstakra sveitarfélaga, endurskoðun vegalaga og fleiri atriði.

Frá samráðsfundi fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem haldinn var í dag.

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta