Hoppa yfir valmynd
26.02.2013 Innviðaráðuneytið

Kynningarrit um tólf ára samgönguáætlun komið út

Komið er út ritið Samgönguáætlun 2011-2022 sem er kynning á gildandi tólf ára samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi í fyrra. Gerð er grein fyrir stefnumótun áætlunarinnar og markmiðum hennar og er texti ritsins að miklu leyti óbreyttur úr þingsályktunartillögunni.

Samgönguáætlun 2011-2022

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ritar formálsorð í ritið og segir þar meðal annars að samgönguáætlun sé þýðingarmikil stefnumótun yfirvalda um áherslur og verkefni á öllum sviðum samgangna. Hann segir samráð hafa verið haft við fjölda aðila og að margir hafi komið að málum við samningu áætlunarinnar: Samgönguráð, fulltrúar helstu samgöngustofnana landsins, sérfræðingar innanríkisráðuneytisins, sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra, félagasamtök og einstaklingar. 

Ráðherra segir samráðið við gerð áætlunarinnar að þessu sinni hafa verið víðtækara en áður, meðal annars hafi verið efnt til funda og ráðstefna víða um land með fulltrúum atvinnulífs og sveitarstjórna og hafi þetta samráð haft umtalsverð áhrif á stefnuna sem sett er fram. Endahnútinn hafi síðan Alþingi bundið undir verkstjórn umhverfis- og samgöngunefndar.

Vegagerðin gefur ritið út í tiltölulega litlu upplagi og er það fáanlegt hjá ráðuneytinu og samgöngustofnunum. Þá er það aðgengilegt á rafrænu formi:

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta