Hoppa yfir valmynd
21.03.2013 Innviðaráðuneytið

Álit innanríkisráðuneytisins um samning Tálknafjarðarhrepps og Hjallastefnunnar

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út álit er varðar samning milli Tálknafjarðarhrepps og Hjallastefnunnar ehf. um rekstur á grunnskóla sveitarfélagsins. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vakti athygli innanríkisráðuneytisins á umræddum samningi og taldi í bréfi til sveitarfélagsins að skólastarf Hjallastefnunnar á Tálknafirði félli utan gildissviðs laga um grunnskóla.

Í áliti innanríkisráðuneytisins kemur fram það mat ráðuneytisins að hvorki ákvæði sveitarstjórnarlaga né grunnskólalaga komi í veg fyrir að Tálknafjarðarhreppur geri samning við einkaaðila um rekstur grunnskóla að uppfylltum kröfum sem téð lög gera til slíkra samninga og að virtum öðrum ákvæðum laga sem við kunna að eiga. Telur ráðuneytið hins vegar ljóst að af þessum lagaákvæðum leiði að sveitarfélagi sé óheimilt að gera þjónustusamninga um rekstur grunnskóla hafi þeir ekki hlotið viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðherra. Þar sem slík viðurkenning hafi ekki legið fyrir við gerð þjónustusamnings Tálknafjarðarhrepps og Hjallastefnunnar ehf. sé það niðurstaða ráðuneytisins að samningurinn hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga.

Ráðuneytið beinir þeim fyrirmælum til Tálknafjarðarhrepps að koma rekstri Tálknafjarðarskóla í lögmætt horf eins fljótt og auðið er eftir atvikum með því að leita eftir viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta