Hoppa yfir valmynd
30.10.2013 Innviðaráðuneytið

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2014

Innanríkisráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 26. október sl. um áætlaðar úthlutanir framlaga á árinu 2014. 

Útgjaldajöfnunarframlög

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um áætlaða heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga á árinu 2014, sbr.  13. gr. reglugerðar, nr. 960/2010, að fjárhæð 5.723 m.kr.  

Til úthlutunar nú koma  5.548 m.kr. Eftirstöðvar framlaganna að fjárhæð 175 m.kr. koma til úthlutunar í desember 2014 á grundvelli umsókna sveitarfélaga vegna íþyngjandi kostnaðar við skólaakstur úr dreifbýli á árinu.

Áætlunin verður tekin til endurskoðunar í ársbyrjun 2014 á grundvelli íbúafjölda 1. janúar 2014 og endanlegs álagningarstofns útsvars fyrir árið 2012.

Framlögin verða greidd til sveitarfélaga mánaðarlega, en 10 prósentum er þó haldið eftir af áætluðum framlögum til að mæta því ef ráðstöfunarfjármagn sjóðsins verður minna eða útgjöld meiri en áætlað var. Uppgjör framlaganna fer fram í desember 2014.

Áætluð heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga 2014 (pdf)


Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um áætlaða heildarúthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu  2014, sbr.  3. gr. reglugerðar nr. 351/2002, að fjárhæð samtals 5.785 m.kr.  Þar af eru 60 m.kr. vegna áætlaðs uppgjörs framlaga ársins 2012.

Áætlunin verður tekin til endurskoðunar í ársbyrjun á grundvelli íbúafjölda 1. janúar 2014 og endanlegs álagningarstofns útsvars vegna ársins 2012.

Áætluð almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla 2014 (pdf)

 

Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um áætlaða úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á árinu 2014, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 351/2002, að fjárhæð 1.716,5 m.kr. Sá fyrirvari er gerður á áætlaðri úthlutun framlaganna að mati á umsóknum  vegna nýrra nemenda er ekki að fullu lokið. Endurskoðuð áætlun um úthlutun framlaganna verður birt þegar því mati er lokið.

Áætluð framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2014


Framlög til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar aðstöðumun nemenda

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um endurskoðaða heildarúthlutun framlaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda skólaárið 2013 – 2014, sbr. 2. mgr. 1. gr. reglugerðar p nr. 23/2013, að fjárhæð 510 m.kr.  Framlaginu er ætlað að standa straum af  kennslukostnaði í tónlistarskólum vegna söngnáms á miðstigi og söng- og hljóðfæranáms á framhaldsstigi.

Framlagið kemur til greiðslu með jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina september 2013 til ágúst 2014. Uppgjör framlagsins fer fram við lok skólaársins.

Áætluð framlög til eflingar tónlistarfræðslu og jöfnunar á aðstöðumun nemenda skólaárið 2013 til 2014 (pdf)


Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta