Endurskoðuð úthlutun tekjujöfnunarframlaga 2013
Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga fyrir árið 2013, skv. 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Við endurskoðunina var tekið mið af endanlegum útsvarsstofni sveitarfélaga vegna tekna á árinu 2012.
Heildarúthlutun tekjujöfnunarframlaga í ár nemur um 1.244,2 m.kr. Um 3/4 hlutar framlaganna komu til greiðslu í október. Eftirstöðvar framlaganna að fjárhæð um 311,1 m.kr. koma til greiðslu föstudaginn 20. desember.