Hoppa yfir valmynd
10.02.2014 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Innanríkisráðherra skipar formenn fagráða siglingamála og fjarskiptamála

Innanríkisráðherra hefur skipað Jarþrúði Ásmundsdóttur, framkvæmdastjóra, formann fagráðs um fjarskiptamál til næstu tveggja ára og Sigrúnu Lilju Guðbjartsdóttur, hagfræðing, formann fagráðs um siglingamál. Fagráðin eru skipuð annars vegar í samræmi við lög um fjarskiptamál og hins vegar lög um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

Skipaðar formenn fagráðs fjarskiptamála og siglingamála, Sigrún Lilja til vinstri og Jarþrúður til hægri.
Skipaðar formenn fagráðs fjarskiptamála og siglingamála, Sigrún Lilja til vinstri og Jarþrúður til hægri.

Meðal helstu hlutverka fagráðs um fjarskiptamál er að fjalla um stefnumótun í fjarskiptamálum og lagafrumvörp á sviði fjarskipta. Í fagráði um fjarskiptamál eiga sæti fulltrúar Samtaka atvinnulífsins sem tilnefna þrjá fulltrúa, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Neytendasamtakanna.

Hlutverk fagráðs um siglingamál er að vera ráðherra til ráðuneytis um siglinga- og vitamál. Í fagráðinu eiga sæti fulltrúar frá helstu sjómannasamtökum og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og siglingum.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta