Hoppa yfir valmynd
26.02.2014 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Innanríkisráðherra skrifaði undir með farsíma

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, undirritaði í gær skjal með farsíma á stærstu farsímaráðstefnu í heimi sem nú stendur yfir á Spáni. Jafnframt var í gær og fyrradag haldinn ráðherrafundur sem Hanna Birna sótti. Undirritunin fór í gegnum íslenska hugbúnaðinn CoreData. Ráðstefnan sem haldin er í Barcelona ár hvert er vel sótt og sýna um 1.700 sýnendur á ráðstefnunni og um 80.000 gestir.

Innanríkisráðherra skrifaði undir skjal með farsíma.
Innanríkisráðherra skrifaði undir skjal með farsíma.
Á ráðstefnunni kynnti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Azazo (Gagnavarslan) hugbúnaðinn CoreData - „BoardMeetings“ og rafræna undirritun með notkun farsíma og/eða spjaldtölvu. Alþjóðlegu fjarskiptasamtökin GSMA buðu Azazo að kynna hugbúnaðinn á aðalbás ráðstefnunnar í Barcelona. Azazo hugbúnaðarfyrirtækið styður rafrænar undirritanir skjala með notkun farsíma. Azazo hefur unnið að þessari lausn í nánu samstarfi við Auðkenni á Íslandi og Valimo í Finnlandi. Azazo er þekkingar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem býður heildarlausnir í stjórnun upplýsinga, meðhöndlun og varðveislu þeirra og ráðgjöf sérfræðinga m.a. á sviði upplýsinga- og skjalastjórnunar auk verkefna- og gæðastjórnunar.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta