Hoppa yfir valmynd
03.10.2014 Innviðaráðuneytið

Ferðaþjónusta, samgöngur og sóknaráætlanir meðal efnis á aðalfundi Eyþings

Ört vaxandi ferðaþjónusta, áhrif hennar, samgöngur, sóknaráætlanir og byggðaþróun voru meðal umræðuefna á aðalfundi Eyþings, samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, sem nú stendur að Narfastöðum í Reykjadal. Einnig var kynnt áfangaskýrsla um almenningssamgöngur og á morgun verða almenn aðalfundarstörf.

Hermann Sæmundsson flutti fundinum kveðju frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.
Hermann Sæmundsson flutti fundinum kveðju frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Á fundinum fluttu ávörp þeir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra, og Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu sem flutti fundinum kveðju frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Auk fulltrúa sveitarfélaganna sátu fundinn nokkrir þingmenn Norðausturkjördæmis.

Þingmenn svæðisins sátu fundinn og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ávarp.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddi meðal annars samgöngumál og sagði ýmsar framkvæmdir standa yfir í fjórðungnum, meðal annars Vaðlaheiðargöng sem fylgja myndu ýmis tækifæri í atvinnumálum. Einnig sagði hann ýmis tækifæri felast í verkefnum og uppbyggingu sem tengjast norðurslóðum og verða myndu uppspretta nýsköpunar á ýmsum sviðum. Þá ræddi hann og um opinber störf og nauðsyn þess að þeim væri dreift um landið.

Í ávarpi sínu ræddi Hermann Sæmundsson meðal annars um samstarf sveitarfélaga og ríkisins sem hann sagði verða sífellt formlegra. Samkvæmt ákvæðum nýlegra sveitarstjórnarlaga bæri ríkinu og sveitarstjórnarstiginu að eiga í formlegu samstarfi með nefnd fulltrúa ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkinu bæri nú einnig að láta meta áhrif fyrirhugaðra lagasetninga á kostnað hjá sveitarstjórnarstiginu. Einnig minnti hann á að núverandi innanríkisráðherra ætti náið samstarf við formann og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga með reglulegum fundum. Undir lokin ítrekaði hann þá ætlan ráðherra sem kynnt var á landsþingi Sambandsins í síðustu viku að vinna að hvítbók um áherslur og stefnu ráðuneytisins er varðar sveitarstjórnarmál en ráðherra sagði þær áherslur verða lagðar í samráði við sveitarfélögin.

Karl Björnsson ræddi meðal annars minnkandi þátttöku í sveitarstjórnarkosningum síðastliðið vor og sagði hana áhyggjuefni. Einnig ræddi hann þróun í fjármálum og sagði fjármál sveitarfélaga mun stöðugri en sveiflukennda fjárhagsstöðu í ríkisrekstrinum. Hann sagði góð tækifæri í frumvarpi til laga um opinber fjármál. Karl vék að almenningssamgöngum og sagði núverandi kerfi mjög vel í stakk búið til að styðja byggðaþróun.

Aðalfundur Eyþings stendur yfir í dag og á morgun.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta