Hoppa yfir valmynd
19.11.2014 Innviðaráðuneytið

Endurskoðun á reikniverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 8. október síðstliðnum voru kynntar tillögur að nýju reikniverki fyrir framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Tillögurnar byggjast á skýrslu starfshóps sem vann að heildarendurskoðun á laga- og reglugerðarákvæðum um sjóðinn á árunum 2009 og 2010 og var gefin út í júní 2010.

Á fundinum var farið yfir þær forsendur sem liggja að baki jöfnunarkerfinu og hvaða markmið það væru sem reynt væri að uppfylla. Í skýrslunni um heildarendurskoðun jöfnunarkerfisins voru kynntar þrjár mismunandi leiðir til breytinga en nýja reikniverkið byggist á leið þrjú sem fram kemur í skýrslunni, þar sem jöfnunarframlög sjóðsins eru sameinuð og mynda eitt heildarframlag.

Nýtt jöfnunarframlag er samsett úr framlögum sem hafa eiginlegan jöfnunartilgang en þó verður jöfnunarframlag vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks áfram sjálfstætt. Með því að sameina jöfnunarframlögin er Jöfnunarsjóði skipt upp í tvær deildir. Í A-deild sjóðsins eru öll framlög sem hafa jöfnunartilgang en í B-deild eru bundin og sérstök framlög sem ekki hafa eiginlegan jöfnunartilgang.

Útreikningur á jöfnunarframlaginu í A-deild sjóðsins verður með nýju sniði þar sem útgjöld á rekstrarreikningi sveitarfélaga eru notuð til þess að finna vænt útgjöld hvers sveitarfélags. Til viðbótar væntum útgjöldum eru sértækar aðstæður hvers sveitarfélags teknar til greina með notkun á kostnaðarlíkani. Með nýju reikniverki er markmiðið að einfalda jöfnunarkerfið og auðvelda yfirsýn yfir framlög sjóðsins til sveitarfélaga.

Um mánaðamótin janúar og febrúar 2015 verða haldnir kynningarfundir í hverjum landshluta þar sem farið verður yfir nýtt reiknilíkan Jöfnunarsjóðs. Sveitarstjórar munu fá boð á þá fundi þegar nær dregur en þar gefst tækifæri til að ræða við sérfræðinga Jöfnunarsjóðs og koma á framfæri  sjónarmiðum varðandi hugmyndafræði nýja reikniverksins.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta