Hoppa yfir valmynd
23.12.2014 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga til umsagnar

Drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga ásamt viðaukum eru nú til umsagnar á vef ráðuneytisins. Reikningsskila- og upplýsinganefnd hefur undanfarna mánuði unnið að endurskoðun þessara reglna. Unnt er að senda umsagnir um reglugerðina og viðaukana til ráðuneytisins til og með 14. janúar 2015 á netfangið [email protected].

Markmið endurskoðunarinnar er að uppfæra og einfalda framsetningu þessara reglna. Reglugerðinni fylgja viðaukar sem byggjast á endurskoðun á gildandi reglum á þessu sviði. Regluverkið í núverandi mynd er að finna í eftirtöldum reglugerðum: Nr. 944/2000, nr. 414/2001 og nr. 790/2001.

Nefndin hefur ekki lokið yfirferð en stefnt er að lokafrágangi reglugerðarinnar í janúar 2015 og sem lið í endurskoðuninni er nú leitað eftir umsögnum um hana og fylgiskjölin.

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta