Hoppa yfir valmynd
09.02.2015 Innviðaráðuneytið

Almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2015

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 30. janúar síðastliðnum um endurskoðaða áætlun um úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2015. Gert er ráð fyrir að ráðstöfunarfé til greiðslu framlaganna verði 10.700 m.kr. en endanleg framlög ársins 2014 námu rúmum 10.180 m.kr. Hækkun áætlaðra framlaga á árinu 2015 nemur því 5,1%.

Helstu breytingar frá fyrstu áætlun framlaganna í október síðastliðnum er að endurskoðuð áætlun byggist á grunni endanlegra framlaga ársins 2014 en þar er tekið tillit til eftirfarandi þátta:

1.       Framkvæmd á endurmati á þeim einstaklingum sem metnir voru SIS með mati á árinu 2010 og 2011.

2.       Niðurstöðu á framkvæmd á SIS mati þeirra einstaklinga sem komnir eru inn í þjónustu í málaflokknum og eru með viðbótarkostnað sem samsvarar einingarkostnaði 4. flokks SIS mats.

Á meðfylgjandi yfirliti má sjá áætlaða útgjaldaþörf þjónustusvæða, áætlaðar útsvarstekjur vegna 0,25% hlutdeildar þjónustusvæða í útsvarsstofni vegna þjónustu við fatlað fólk en mismunur áætlaðrar útgjaldaþarfar og áætlaðra útsvarstekna eru áætluð framlög ársins.

Jafnframt fer fram leiðrétting á framlögum ársins 2013 á grundvelli endanlegs álagningarstofns útsvars árið 2013 og kemur leiðréttingin til viðbótar áætluðum almennum framlögum ársins 2015.

Framlögin koma til greiðslu mánaðarlega og taka mið af innkomnum tekjum sjóðsins af 0,99% hlutdeild hans í staðgreiðsluskilum viðkomandi mánaðar.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta