Hoppa yfir valmynd
13.03.2015 Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherra skipar í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað fulltrúa í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Formaður nefndarinnar er Guðný Sverrisdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, sem skipuð er án tilnefningar og varaformaður skipaður með sama hætti er Ólafur Adolfsson, bæjarfulltrúi í Akraneskaupstað.

Með breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 sem tók gildi 16. desember síðastliðinn, er fulltrúum í ráðgjafarnefndinni fjölgað úr fimm í sjö. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tilnefnt fjóra fulltrúa til setu í nefndinni en  tilnefnir nú sex fulltrúa og jafn marga til vara.

Samkvæmt tilnefningu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ráðherra því einnig skipað eftirtalda aðalmenn og varamenn í ráðgjafarnefndina:

Aðalmenn:

  • Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar             
  • Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ            
  • Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði           
  • Sigríður Huld Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Akureyrarkaupstað           
  • Valdimar O. Hermannsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð         
  • Ásgerður Gylfadóttir, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Hornafirði                                

Varamenn:

  • Ellý Katrín Guðmundsdóttir, borgarritari í Reykjavíkurborg      
  • Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ          
  • Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ         
  • Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Dalabyggð         
  • Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi í Norðurþingi        
  • Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi í Sandgerðisbæ

Starfstími nefndarinnar er fram að sveitarstjórnarkosningum 2018.

Fráfarandi ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf.  

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta