Hoppa yfir valmynd
21.05.2015 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Drög að reglugerð um póstdreifingu til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um framkvæmd póstþjónustu. Miðar breytingin meðal annars að því að draga úr kostnaði við dreifingu pósts. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin til og með 1. júní 2015 og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Ýmsar ástæður liggja því til grundvallar að ráðast í umræddar breytingar: Bréfasendingum hefur fækkað mjög, tekjur af póstdreifingu hafa lækkað og svigrúm til verðhækkana ekki fyrir hendi. Þá sýndi könnun innanríkisráðuneytisins og Póst- og fjarskiptastofnunar að stór hluti notenda póstþjónustu taldi ekki endilega þörf á 5 daga póstþjónustu. Með þeim tillögum sem hér eru lagðar fram er talið að lækka megi kostnað um 200 milljónir króna.

Reglugerðardrögin gera ráð fyrir að rekstrarleyfishafi póstdreifingar geti sótt um heimild til Póst- og fjarskiptastofnunar til að fækka  dreifingardögum, líkt og núverandi regluverk gerir ráð fyrir en skilgreinir betur í hvaða tilfellum eftirlitsstofnuninni er heimilt að fallast á beiðni rekstrarleyfishafa.

Önnur atriði reglugerðardraganna fjalla meðal annars um merkingu póstkassa og skilyrði fyrir því að opna póstsendingar sem hvorki hafa komist til skila né verið unnt að endursenda.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta