Hoppa yfir valmynd
30.09.2015 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um rafrænar íbúakosningar til umsagnar

Endurskoðuð hefur verið reglugerð um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna íbúakosninga og eru drög reglugerðarinnar nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 14. október næstkomandi. Skulu þau send á netfangið [email protected].

Fyrstu rafrænu íbúakosningarnar sem haldnar hafa verið samkvæmt heimild í bráðabirgðaákvæði V við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 og á grundvelli reglugerðar nr. 467/2013 fóru fram í Sveitarfélaginu Ölfusi í mars á þessu ári. Í ljósi reynslu sem þar fékkst var reglugerðin endurskoðuð í samvinnu ráðuneytisins og Þjóðskrár Íslands og liggja nú fyrir meðfylgjandi drög.

Meðal breytinga má nefna að hnykkt er á því að það sé sveitarstjórnar að setja fram þá tillögu sem greiða á atkvæði um (3. gr.), fjallað er um kjörstjórnir með nákvæmari hætti en áður (6. gr.), umfjöllun um kosningakerfið sjálft hefur verið uppfærð (8. gr.) og  ítarlegar er fjallað um framkvæmd rafrænnar íbúakosningar á opinberum stöðum og hlutverk kjörstjórnar í því sambandi (12. gr.). Loks er fjallað með nánari hætti en áður um hlutverk kjörstjórnar og Þjóðskrár Íslands við uppgjör kosninga og meðferð gagna að kosningu lokinni (17. gr.).

Þá er nú í 9. gr. fjallað með ítarlegri hætti en áður um rafræna kjörskrá og leiðréttingar á henni. Er þar meðal annars kveðið á um að ef gera þarf leiðréttingar á kjörskránni eftir að hún hefur verið lögð fram skuli það gert í einu lagi þegar sólarhringur er til loka kosningarinnar. Þessi regla, sem er frávik frá þeirri venjulegu framkvæmd að leiðrétta kjörskrá allt til loka kjörfundar, auðveldar mjög framkvæmd slíkra leiðréttinga á hinni rafrænu kjörskrá. Er talið að í ljósi þess langa tíma sem íbúakosning stendur yfir (4-10 sólarhringar) séu möguleikar kjósenda til að vera á kjörskrá og greiða atkvæði ekki skertir.

Loks er nú sérstaklega kveðið á um kosningakærur og meðferð þeirra í nýrri 18. gr. reglugerðarinnar. Er þar kveðið á um að ráðuneytið úrskurði um kæruefnið að fengnum umsögnum yfirkjörstjórnar, Þjóðskrár Íslands og ráðgjafnarnefndar ráðherra. Er kæruferli því einfaldara en samkvæmt ákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórna, þar sem þriggja manna nefnd, skipuð af sýslumanni, tekur fyrir kærur áður en þeim verður skotið til ráðuneytisins.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta