Hoppa yfir valmynd
06.01.2016 Innviðaráðuneytið

Áætluð framlög vegna greiðslu sveitarfélaga á almennum og sérstökum húsaleigubótum 2016

Fyrir liggur samþykkt tillaga ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlað greiðsluhlutfall vegna greiðslu sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum á árinu 2016. Þá liggur fyrir áætlun sveitarfélaga um heildargreiðslur vegna sérstakra húsaleigubóta á þessu ári sem koma einnig gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Athygli er vakin á því að framangreindar áætlanir falla úr gildi þegar frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um húsnæðisbætur verður að lögum.

Almennar húsaleigubætur

Sveitarfélögin áætla að heildargreiðslur þeirra á almennum húsaleigubótum nemi um 4.740,5 m.kr. á árinu 2016. Um er að ræða 4,9% lækkun á greiðslum bótanna milli ára sé tekið mið af áætlunum sveitarfélaga um greiðslur á árinu 2015.

Að teknu tilliti til áætlunar sveitarfélaga um greiðslur almennra húsaleigubóta á árinu 2016 og áætlunar um ráðstöfunarfjármagn Jöfnunarsjóðs á árinu nemur áætlað greiðsluhlutfall sjóðsins 66% á grundvelli 2. gr. reglugerðar nr. 150/2013 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna húsaleigubóta.

Sérstakar húsaleigubætur

Sveitarfélögin áætla að heildargreiðslur þeirra á sérstökum húsaleigubótum nemi um 1.447,8 m.kr.á árinu 2016. Um er að ræða áætlun um rúmlega 0,6% hækkun á bótagreiðslum milli ára sé tekið mið af áætlunum sveitarfélaga um greiðslur á árinu 2015.

Á grundvelli samkomulags ríkis og sveitarfélaga um húsaleigubætur frá 1. apríl 2008 nemur greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna greiðslu sveitarfélaga á sérstökum húsaleigubótum 60% á árinu 2016.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta