Viðmiðunarfjárhæðir vegna aðstoðar við sameiningar sveitarfélaga hækkaðar
Breytt hefur verið vinnureglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úthlutunar fjárhagslegrar aðstoðar Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. Hafa viðmiðunarfjárhæðir verið hækkaðar en þeim var síðast breytt árið 2008.
Innanríkisráðherra féllst á tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem samþykkt var á fundi nefndarinnar 24. júní síðastliðnum, um að uppfæra áðurnefndar upphæðir í vinnureglunum. Vinnureglurnar eru settar á grundvelli a-liðar 1. gr. reglna nr. 295/2003. Sem dæmi má nefna að framlag vegna könnunar á hagkvæmni sameiningar tveggja sveitarfélaga hækkar úr einni milljón króna í 1,7 milljónir og sé um fleiri en tvö sveitarfélög að ræða eru greiddar 850 þús. kr. á hvert sveitarfélag en sú upphæð var áður 500 þús.kr.
Reglurnar kveða á um að þessar upphæðir séu hámarkshúthlutun Jöfnunarsjóðs og að heildarframlag sjóðsins vegna þessara verkefna geti aldrei orðið hærra en sem nemur raunverulegum kostnaði sveitarfélaga.