Hoppa yfir valmynd
28.06.2017 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingum á lögum um skráningu og mat fasteigna til umsagnar

Til umsagnar eru nú drög að breytingum á lögum um skráningu og mat fasteigna. Breytingin snýst um að heimila Þjóðskrá Íslands aðgang að upplýsingum úr skattframtölum og fylgiskjölum við fasteignamat atvinnuhúsnæðis.

Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 6. júlí næstkomandi og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Í lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, er Þjóðskrá Íslands, ÞÍ, heimilaður aðgangur að skattframtölum hjá ríkisskattstjóra til að sannreyna upplýsingar um fasteignir eða afla þeirra við undirbúning fasteignamats. Er þessa heimild að finna í 3. málsl. 3. mgr. 22. gr. laganna. Óljóst hefur hins vegar verið hvort í því felist að ÞÍ hafi jafnframt aðgang að fylgiskjölum með framtölum í þessum tilgangi. Markmiðið með frumvarpinu er að tryggja rétta framkvæmd við ákvörðun matsverðs fasteigna en ríkisskattstjóra berast ýmis fylgiskjöl vegna atvinnuhúsnæðis, þ.á m. leigusamningar, sem geta nýst við ákvörðun matsverðs fasteigna sem ÞÍ hefur ekki haft aðgang að. Með frumvarpi þessu lagt til að Þjóðskrá Íslands verði með skýrum hætti veittur aðgangur að upplýsingum úr bæði skattframtölum og fylgiskjölum þeirra, þ.m.t. leigusamningum, við fasteignamat með svo kallaðri tekjuaðferð.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta