Hoppa yfir valmynd
20.07.2017 Innviðaráðuneytið

Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga komin út

Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga fyrir október 2015 til september 2016 er komin út. Þar er fjallað um ársreikninga 2015 og þróun fjármála sveitarfélaga með samanburði við fyrri ár og fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Fram kemur í skýrslunni að við yfirferð á fjármálum sveitarfélaga verði ekki annað séð en rekstrarniðurstaða ársins 2015 sé lakari en undanfarin ár en megin skýring lakari niðurstöðu er gjaldfærsla lífeyrisskuldbindinga Reykjavíkurborgar. Veltufé frá rekstri er hins vegar með svipuðum hætti og árið 2014 og því ekki breyting í svigrúmi til fjárfestinga og niðurgreiðslu skulda. Hreinar skuldir A-hluta aukast á milli ára en sem hlutfall af rekstrartekjum er hlutfallið sem næst stöðugt.

Staða sveitarfélaganna er mjög mismunandi þegar á heildina er litið. Sum eru bærilega stödd en önnur mjög skuldsett. Ætla má að ekki komi í ljós fyrr en að nokkrum árum liðnum hvernig þeim síðarnefndu reiðir af í glímunni við skuldavandann. Yfirlit um fjármál einstakra sveitarfélaga fyrir árið 2015 er að finna í 9. kafla skýrslunnar.

Vegna aðlögunaráætlana er birt yfirlit um sveitarfélög sem starfa og hafa starfað samkvæmt ákvæðum laganna. Við lok fjárhagsársins 2015 starfa sex sveitarfélög eftir aðlögunaráætlun og áætlað er að fjögur sveitarfélög muni enn starfa eftir aðlögunaráætlun eftir lok ársins 2018. Sveitarfélög eru samkvæmt lögum bundin af aðlögunaráætluninni þar til viðmiðum laganna hefur verið náð. Yfirlit þessa efnis er að finna í 8. kafla skýrslunnar.

Fjallað er um fjárhagsleg viðmið og lágmarkskröfur. Viðmið þessi byggjast á skuldastöðu  og sýna  samspil við önnur viðmið sem horfa þarf til þegar fjármál sveitarfélags eru skoðuð. Umfjöllun þessa efnis er að finna í 6. kafla skýrslunnar.

Eftirlitsnefndin gerir að umfjöllunarefni að misbrestur er á að meðferð frávika/viðbótarútgjalda sé í samræmi við sveitarstjórnarlög þrátt fyrir mjög skýr ákvæði í lögunum. Ekki er heimilt samkvæmt þeim að gera viðauka eftir á eða í endurskoðun á fjárhagsáætlun í lok árs. Nefndin telur þörf á að efla skilning sveitarstjórna á þessu lagaákvæði og styrkja sveitarstjórnir í innleiðingu á virku kostnaðareftirliti.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta