Hoppa yfir valmynd
31.07.2017 Innviðaráðuneytið

Jón Gunnarsson heimsótti sveitarstjórnarfulltrúa

Jón Gunnarsson með fulltrúum Húnaþings vestra. - mynd

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur undanfarna daga verið á ferð um landið og hitt sveitarstjórnarmenn. Á þessum óformlegu fundum eru rædd sveitarstjórnar- og byggðamál, svo og samgöngumál.

Undanfarið hefur ráðherra átt fundi með fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Hefur hann rætt við sveitarstjórnarmenn Norðurþings, Skútustaðahrepps Dalvíkurbyggðar, Blönduósbæjar, Húnaþings vestra,  Skagastrandar, Vesturbyggðar, Tálknafjarðar, Ísafjarðar, Súðavíkur, Bolungarvíkur, Reykhólahrepps, Dalabyggðar, Stykkishólms, Grundarfjarðar og Snæfellsbæjar. Í næsta mánuði er gert ráð fyrir heimsókn á Austfirði.

Jón Gunnarsson segir fundi sem þessa gagnlega þar sem hann fái góðar upplýsingar um það sem efst er á baugi hjá sveitarfélögunum og hvað helst brenni á sveitarstjórnarfulltrúum sem ræða opinskátt um það sem þeim býr í brjósti. Einnig gefist honum tækifæri til að greina frá helstu málum sem unnið er að í ráðuneytinu og snerta sveitarfélögin. Jón segir það sameiginlegt öllum þessum stöðum þar ríki alls staðar bjartsýni bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, verið sé að byggja íbúðarhúsnæði og atvinna næg. Því sé mikilvægt í fjárlögum næstu ára að leggja áherslu á á eflingu innviða á þessum svæðum á sviði orku, samgangna og fjarskipta. Jafnframt er einnig mikilvægt á landsbyggðinni að tryggja framboð á góðri menntun og tryggri heilbrigðisþjónustu fyrir öryggi og bætt búsetuskilyrði.

  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra með fulltrúum Skútustaðahrepps. - mynd
  • Í Vesturbyggð - mynd

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta