Hoppa yfir valmynd
12.09.2017 Innviðaráðuneytið

Breytingar á reglugerðum um fjármál sveitarfélaga

Breytingar á tveimur reglugerðum um fjármál sveitarfélaga hafa tekið gildi: Annars vegar breyting á reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga og hins vegar breyting á reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.

Breytingarnar eru afrakstur samvinnu ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjölfar breytingar á lögum um Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á sl. ári, sbr. lög nr. 127/2016.

Lagabreytingarnar vörðuðu samræmingu og jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði og framtíðarskipan lífeyrismála og höfðu m.a. í för með sér að sveitarfélögum ber nú að gera upp reiknaðan framtíðarhalla A-deildar Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga með einskiptisgreiðslu. Markmið reglugerðabreytinganna er að tryggja að umrædd framlög sveitarfélaganna séu gjaldfærð yfir líftíma skuldabréfa sem gefin eru út í tengslum við þau en ekki í heilu lagi strax í upphafi. Þá verði einnig horft til þess við útreikning á skuldaviðmiði skv. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Breytingar á reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga (nr. 1212/2015) má sjá í reglugerð nr. 792/2017 og breytingar á reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga (nr. 502/2012) í reglugerð nr. 793/2017.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta