Fundaði með forstöðumönnun stofnana ráðuneytisins
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra átti óformlegar viðræður við forstöðumenn stofnana ráðuneytisins um það sem efst væri á baugi í starfseminni. Fundurinn var haldinn í dag í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.
Fundinn sátu Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu og Þorkell Ágústsson, rekstrarstjóri Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Auk ráðherra sátu fundinn Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og skrifstofustjórar ráðuneytisins, þau Guðbjörg Sigurðardóttir, Ingilín Kristmannsdóttir, Hermann Sæmundsson og Sigurbergur Björnsson.
Á fundinum óskaði ráðherra eftir nánu samstarfi við forstöðumennina og stofnanir þeirra og sagðist ráðgera að heimsækja þær í byrjun nýs árs til að kynnast starfseminni nánar.
Forstöðumenn stofnana samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Frá hægri: Þórólfur Árnason, Aðalsteinn Þorsteinsson, Margrét Hauksdóttir, Hreinn Haraldsson, Hrafnkell V. Gíslason og Þorkell Ágústsson.