Hoppa yfir valmynd
27.03.2018 Innviðaráðuneytið

Sveitarfélögum fækkar um tvö

Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. Íbúar Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna laugardaginn 24. mars og 11. nóvember síðastliðinn hafði verið samþykkt sameining sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis.

Íbúafjöldi í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis verða um 3.200 en heldur fleiri íbúar eru í Sandgerði eða um 1.700 á móti um 1.500 í Garðinum. Framundan er atkvæðagreiðsla um nýtt nafn hins sameinaða sveitarfélags en nokkrar tillögur um nafn verða lagðar fram í næsta mánuði. Nefnd sem undirbýr atkvæðagreiðsluna kallaði eftir tillögum frá íbúum og bárust alls 392 tillögur.

Íbúafjöldi Fjarðabyggðar eftir sameininguna við Breiðdalshrepp verður tæplega 5.000 en í dag búa í Fjarðabyggð kringum 4.800 íbúar og 182 í Breiðdalshreppi. Í Breiðdalshreppi samþykktu 100 manns sameininguna eða 85% þeirra sem greiddu atkvæði en á kjörskrá voru 155 og kjörsókn var 64,5%. Í Fjarðabyggð var 36% kjörsókn og samþykktu 87% sameininguna.

Árið 1950 voru sveitarfélögin 229 og hefur þeim fækkað í nokkrum skrefum. Árin 1994 til 2006 var mikið um sameiningar og fækkaði sveitarfélögum þá úr 196 í 79 og síðan í 74 með síðustu sameiningum.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta