Hoppa yfir valmynd
09.05.2018 Innviðaráðuneytið

Ný reglugerð um Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Gefin hefur verið út ný reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þar er m.a. kveðið á um skilyrði þess að veittir séu styrkir til sveitarfélaga úr sjóðnum. Athygli er vakin á því að umsóknir sveitarfélaga um styrki á þessu ári skulu hafa borist Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eigi síðar en 1. júní nk.

Fasteignasjóður hefur það hlutverk að jafna aðstöðu sveitarfélaga við uppbyggingu eða breytingar á fasteignum sem nýttar eru í þjónustu við fatlað fólk með miklar og/eða sértækar stuðningsþarfir, sbr. 13. gr. b í lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Í reglugerðinni, nr. 460/2018, eru nánari reglur um starfsemi Fasteignasjóðs og skilyrði þess að veittir séu styrkir til sveitarfélaga úr sjóðnum. Er gert ráð fyrir að styrkir verði veittir til eftirtalinna verkefna:

  1. Til fjármögnunar á hlutdeild í stofnframlagi til byggingar búsetukjarna fyrir fatlaða íbúa með mjög miklar og/eða sértækar stuðningsþarfir á móti framlagi Íbúðalánasjóðs.
  2. Til jöfnunar á íþyngjandi kostnaði vegna langtímaleigusamninga um húsnæði fyrir fatlað fólk sem sveitarfélögin yfirtóku samhliða yfirfærslu málaflokksins 2011.
  3. Til stuðnings við nauðsynlegar endurbætur á eldra íbúðarhúsnæði fatlaðs fólks með verulegar þjónustu og stuðningsþarfir sem gera því kleift að búa áfram á heimilum sínum.
  4. Til byggingar hæfingarstöðva til að sinna lögbundnu hlutverki þeirra til hæfingar fatlaðs fólks..
  5. Í öðrum sérstökum undantekningartilvikum sem talin eru falla vel að hlutverki Fasteignasjóðs en sem falla þó ekki undir liði a-d hér að framan.

Nánari upplýsingar veitir Guðni Geir Einarsson á skrifstofu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, [email protected].

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta