Hoppa yfir valmynd
21.09.2018 Innviðaráðuneytið

Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Yfirlitinu er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og  hlutverk sveitarfélaga.

Með lögum um breytingar á ýmsum lögum til samræmingar á áætlunum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála nr. 53/2018, sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2018, ber ráðuneytinu að taka saman í eina áætlun stefnumörkun ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Var sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 breytt á þann máta að ráðherra málaflokksins skal nú leggja fyrir Alþingi, að minnsta kosti á þriggja ára fresti, tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga til fimmtán ára í senn. Þá skal í áætluninni mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára á þessu sviði. Um er að ræða nýmæli sem felur í sér að stefna ríkisins í málefnum sveitarfélaga er formgerð í sérstakri áætlun til samræmis við aðra áætlanagerð á verksviði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga kemur til með auðvelda vinnu hvað þetta varðar.

Lögmælt verkefni sveitarfélaga eru í yfirlitinu flokkuð eftir málaflokkum og hvort um lögskyld eða lögheimil verkefni er að ræða. Verkefni eru lögskyld ef sveitarfélögum er skylt að rækja þau. Í lögheimilum verkefnum felst að sveitarfélag hefur svigrúm til þess að ákveða hvort verkefninu er sinnt. Ef sú ákvörðun er tekin gildir um verkefnið tiltekinn lagarammi.

Yfirlitið hefur ekki gildi sem sjálfstæð réttarheimild og ráðast skyldur sveitarfélaga ekki af því heldur af viðkomandi lögum. Yfirlitið getur tekið breytingum eftir því sem við á og er öllum frjálst að koma ábendingum á framfæri. Ráðuneytið tekur við ábendingum um efni og form yfirlitsins í netfangið [email protected]

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta