Hoppa yfir valmynd
21.11.2018 Innviðaráðuneytið

Skýrsla gefin út um ársreikninga sveitarfélaga árið 2017

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur gefið út árlega skýrslu sína um ársreikninga sveitarfélaga árið 2017. Í skýrslunni er fjallað um ársreikninga og þróun fjármála sveitarfélaga á því ári með samanburði við fyrri ár og við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Sveitarfélögum ber að skila til ráðuneytisins ársreikningi 2017 eigi síðar en 20. maí ár hvert. Vegna tímasetningar á skilum ársreikninga þykir eftirlitsnefndinni rétt að tímasetja ársskýrslu nefndarinnar á milli ára og fjalla um störf hennar fyrir tímabilið október til september ár hvert.

Að mati eftirlitsnefndarinnar er rekstrarniðurstaða sveitarfélaga áranna 2017 og 2016 betri en undanfarin ár. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af heildartekjum er áfram viðunandi frá fyrra ári þrátt fyrir að hafa lækkað hlutfallslega. Nettó skuldir hækka lítillega í krónum en lækka sem hlutfall af heildartekjum. Þrátt fyrir misjafna stöðu einstakra sveitarfélaga virðist fjárhagsstaða þeirra á heildina litið vera ágæt.

Auk skoðunar á samstæðu A- og B-hluta hefur eftirlitsnefndin sérstaklega skoðað A-hluta sveitarfélaga. Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga um jafnvægi í rekstri og skuldir miðast við A- og B-hluta en ljóst er að andi laganna er að sömu viðmið eigi við um rekstur A-hluta þar sem skatttekjum er ætlað að standa undir megin hluta rekstrarútgjalda þótt það sé ekki orðað þannig beint í lögunum.

Eins og fyrr var megin áherslan í störfum nefndarinnar vegna fjárhagslegra viðmiða sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, og ákvæða í reglugerð nr. 502/2012 um fjárhagsleg viðmið. Við lok ársins 2016 störfuðu þrjú sveitarfélög eftir ákvæðum um aðlögun að fjárhagslegum viðmiðum en í árslok 2017 eru sveitarfélögin tvö.

Skýrsla um ársreikninga sveitarfélaga árið 2017

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta