Hoppa yfir valmynd
21.12.2018 Innviðaráðuneytið

Viðbótarframlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk 155 milljónir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 19. desember sl. um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2018 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæð framlagsins 155 m.kr.

Á grundvelli 2. gr. reglugerðar nr. 320/2018 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2018 er heimilt að veita sérstök viðbótarframlög til þjónustusvæða ef um verulega íþyngjandi kostnað er að ræða við rekstur málaflokksins.

Þessi fjárhæð bætist við þær 170 m.kr. sem greiddar voru út í maí sl. sem viðbótarframlög vegna breytinga á reikniverki framlaga milli ára.

Framlögin munu koma til útgreiðslu á næstu dögum.

Þjónustusvæði  Framlag 
Reykjavíkurborg  39.503.732
Seltjarnarnes  20.019.489
Kópavogsbær 11.505.370
Garðabær 25.841.276
Hafnarfjörður 8.913.857
Mosfellsbær og Kjósarhreppur 9.222.853
Reykjanesbær 14.475.597
Grindavíkurbær 73.406 
Sandgerðisbær 8.474.150
Vesturland 7.221.881
Sveitarfélagið Skagafjörður  2.430.109
Þingeyjarsýslur 4.307.061
Suðurland 3.011.219

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta