Hoppa yfir valmynd
17.01.2019 Innviðaráðuneytið

Unnið að framkvæmd byggðaáætlunar

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur í nánu samstarfi við stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál, landshlutasamtök sveitarfélaga og fleiri aðila að framkvæmd stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018 til 2024.

Áætlunin lýsir stefnu ríkisins í byggðamálum og er ætlað að stuðla að jákvæðri þróun byggða um land allt og bæta skilyrði til búsetu. Meginmarkmið hennar er að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt. Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.

54 aðgerðir byggðaáætlunar
Margvíslegar áherslur á sviði byggðamála eru tíundaðar í áætluninni sem ýmist leiða til beinna aðgerða eða til samþættingar við aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum til að framangreindum markmiðum verði náð. Alls inniheldur áætlunin 54 aðgerðir og verða 30 þeirra fjármagnaðar af byggðalið fjárlaga, samtals að upphæð 3,5 milljarðar á tímabilinu.

Fyrir liggur að kostnaður við áætlunina verður umtalsvert meiri en það fjármagn sem kemur af byggðalið fjárlaga. Með samþættingu við aðrar opinberar áætlanir verður hægt að fjármagna aðgerðir, ýmist af fjárheimild viðkomandi málaflokks eingöngu eða með samfjármögnun málaflokksins og byggðaliðar. Þá eru nokkrar aðgerðir þar sem ekki er gert ráð fyrir verulegum kostnaði.

160 milljónum úthlutað úr samkeppnissjóðum
Til að tryggja jafnræði, hlutlægni, gagnsæis og samkeppnissjónarmiða við úthlutun og umsýslu styrkja og framlaga úr byggðaáætlun gaf ráðherra út sérstakar reglur í ágúst 2018. Reglurnar kveða meðal annars á um að ráðherra upplýsi árlega um skiptingu fjárheimilda til byggðaáætlunar og annarra byggðatengdra verkefna. Upplýsingarnar nái bæði til skuldbundinna framlaga en einnig styrkja og framlaga sem ráðherra úthlutar að undangengnu umsóknarferli. Þá fjalla reglurnar um hvernig standa skuli á auglýsingum um styrki og framlög, úthlutunarskilmálum og annarri framkvæmd styrkveitinga.

Sérstök valnefnd hefur verið skipuð sem annast mat á umsóknum um styrki á grundvelli byggðaáætlunar, en hana skipa þau Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Magnús Karel Hannesson, fv. starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, sem var formaður. Með valnefnd starfa Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í ráðuneytinu og Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun.

Á árinu 2018 var auglýst eftir umsóknum um styrki vegna þriggja aðgerða byggðaáætlunar þ.e. sértækra verkefna sóknaráætlana, fjarvinnslustöðva og verslunar í strjálbýli. Alls var úthlutað 160 m.kr. til 19 verkefna á grundvelli aðgerðanna þriggja.

Unnið er skipulega að framkvæmd annarra aðgerða byggðaáætlunar, svo sem stuðningi við brothættar byggðir, fjarheilbrigðisþjónustu og Ísland ljóstengt, en 230 m.kr. runnu til þessara verkefna á síðasta ári úr byggðaáætlun.

Skipting fjárheimilda 2019 og nýjar auglýsingar
Á næstu dögum mun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra birta yfirlit yfir skiptingu fjármuna byggðaáætlunar eftir aðgerðum og einstökum verkefnum á sviði byggðamála, á grundvelli framangreindra reglna og með vísan til fjárheimilda

Nánari upplýsingar um stöðu og framkvæmd byggðaáætlunar má nálgast á heimasíðu ráðuneytisins, eða með því að senda póst á [email protected].

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta