Hoppa yfir valmynd
05.02.2019 Innviðaráðuneytið

Uppgjör viðbótarframlaga vegna þjónustu við fatlað fólk

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 31. janúar sl. um uppgjör sérstaks viðbótarframlags á árinu 2018 vegna breytinga á regluverki framlaga milli ára. Nemur endanleg upphæð framlagsins 162,5 m.kr.

Við útreikning framlaganna á árinu 2018 var gerð sú breyting að í stað þess að miða reiknaða útgjaldaþörf til þjónustusvæða við 4. flokk SIS-matsins og ofar, eins og gert hefur verið frá yfirfærslu árið 2011, er nú miðað við 5. flokk SIS-matsins og ofar. Við breytinguna tóku framlög til þjónustusvæða breytingum og er tilgangur með viðbótarframlaginu að koma til móts við þau þjónustusvæði sem urðu fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum við breytingarnar.

Ráðherra hafði áður samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar frá 25 apríl 2018 um úthlutun 170 m.kr. viðbótarframlaga vegna áðurnefndra breytinga og var gert ráð fyrir að viðbótarframlög vegna þessa gætu numið allt að 200 m.kr. árið 2018.

Fyrri áætlun byggði á annarri áætlun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk en uppgjörið byggir á fjórðu og jafnframt endanlegri áætlun. Út frá fyrirliggjandi gögnum er ljóst að neikvæð áhrif áðurnefndra breytinga eru minni en áður var talið, eða 162,5 m.kr. í stað 202 m.kr. Skýrist það af fækkun einstaklinga í 4. flokki, mikið til vegna endurmats.

Í meðfylgjandi töflu má sjá framlög til þjónustusvæða skv. fyrri áætlun og skv. uppgjöri. Ofgreiðslur verða gerðar upp í gegnum almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk. Aðrar fjárhæðir hafa þegar komið til greiðslu.

Áður hafa komið til greiðslu viðbótarframlög, að fjárhæð 155 m.kr., vegna verulega íþyngjandi kostnaðar við rekstur málaflokksins árið 2018.

Yfirlit - allar tölur í milljónum kr.

Þjónustusvæði  Greitt skv. fyrri áætlun Neikvæð fjárhagsleg áhrif     Greitt
Akureyri og nágrenni 0 0 0
Austurland 10.550 17.257 6.708
Fjalla- og Dalvíkurbyggð 17.068 16.540 -528
Garðabær og Álftanes  0 0 0
Hafnarfjörður 0 0 0
Hornafjörður 0 0 0
Kópavogur 1.560 3.172 1.611
Mosfellsbær og Kjósarhr. 0 0 0
Norðurþing og nágrenni 15.733 19.153 3.419
Reykjavík 0 0 0
Seltjarnarnes 0 0 0
Suðurland 47.369 16.047 -31.321
Suðurnes 11.925 0 -11.925
Skagafjörður 0 1.873 1.873
Vestfirðir 7.056 10.330 3.275
Vestmannaeyjar 16.822 26.151 9.329
Vesturland 41.917 51.973 10.056
  170.000 162.496 -7.504

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta