Hoppa yfir valmynd
29.03.2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali

Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu hafa verið birtar á vef dómsmálaráðuneytisins. Með áherslunum er sett fram stefna stjórnvalda í mansalsmálum. Lögð er áhersla á mansal og aðra hagnýtingu á fólki í samræmi við samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali. Áherslurnar fjalla ekki sérstaklega um vændi eða félagsleg undirboð, en liður í vinnunni sem framundan er lýtur að því að taka til skoðunar hvort skýra þurfi nánar í löggjöf mörkin á milli mansals og annarrar hagnýtingar á fólki. Þetta skjal kemur því ekki í stað annarrar vinnu stjórnvalda á þessu sviði heldur er til viðbótar við hana og til fyllingar.

Mansal er mannréttindabrot og gengur í berhögg við mannlega reisn og friðhelgi einstaklingsins. Í samræmi við fyrri aðgerðaáætlanir byggja áherslur stjórnvalda á fjórum megináherslum eða flokkum sem eiga sér fyrirmynd á alþjóðlegum vettvangi í málefnum mansals.

  1. Forvarnir
  2. Aðstoð, stuðningur og vernd
  3. Rannsókn og saksókn
  4. Samstarf og samráð

Áhersla er lögð á að færa framkvæmd frá ráðuneytum til stofnana sem standa mun nær verkefninu. Ábyrgð á því að aðgerðunum sé fylgt eftir og eftirlit með framkvæmd þeirra verður áfram hjá dómsmálaráðuneytinu. Er þetta fyrirkomulag í samræmi við verkaskiptingu milli ráðuneyta og stofnana á öðrum sviðum.

Aðgerðirnar eru almennt orðaðar í þeim tilgangi að veita þeim sem eiga að sjá um framkvæmd þeirra svigrúm til útfærslu. Ætlast er til að ábyrgðaraðilar vinni saman að útfærslu og framkvæmd aðgerða þegar það á við. Með þessu er lögð áhersla á mismunandi hlutverk ábyrgðaraðila, mikilvægi samvinnu, samráðs og þverfaglegs samstarfs í baráttu gegn mansali.

Mikilvægt er að ábyrgðaraðilar aðgerða nýti ábendingar, athugasemdir og leiðbeiningar GRETA (nefnd sérfræðinga sem hefur það hlutverk að fylgja eftir innleiðingu Evrópusamnings um aðgerðir gegn mansali), sem fram kom í skýrslu nefndarinnar um stöðu Íslands og birt var 15. mars 2019 á vef Evrópuráðsins, til umbóta í þeim tilgangi að Ísland geti barist með markvissari og árangursríkari hætti gegn mansali og uppfyllt enn betur þær alþjóðlegu skuldbindingar sem það hefur undirgengist.

Áherslurnar má nálgast hér: 
Áherslur stjórnvalda í baráttunni gegn mansali og annars konar hagnýtingu

Enska útgáfu:
Government emphases on in actions against human trafficking

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta