Hoppa yfir valmynd
26.06.2019 Innviðaráðuneytið

Fjarheilbrigðisþjónusta mikilvæg til að jafna aðgengi landsmanna

Fundarstjóri og frummælendur, f.v.: Ragnhildur Hjaltadóttir, Niclas Forsling, Sandra Brá Jóhannsdóttir, Auðbjörg B. Bjarnadóttir og Sigríður Jakobínudóttir. - mynd
Fjölmenni var á fundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um fjarheilbrigðisþjónustu í dreifbýli í Norræna húsinu í dag. Fundurinn var haldinn í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og samhliða norrænum ráðherrafundi um byggðaþróun. Á fundinum var fjallað um reynslu Svía á þessu sviði, stefnumótun og áform Íslendinga og tilraunaverkefni á Kirkjubæjarklaustri sem styrkt er á grundvelli byggðaáætlunar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði í opnunarávarpi sínu afskaplega mikilvægt að nýta nýjustu tækni til að jafna aðstöðu fólks og aðgengi að mikilvægri þjónustu, hvort sem um ræðir heilbrigðisþjónustu, menntun, menningu, samgöngur eða  fjarskipti. Ráðherra sagði það eitt af markmiðum byggðaáætlunar stjórnvalda að jafna aðgengi almennings um land allt að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Alls væru 7 af 54 aðgerðum byggðaáætlunar tileinkaðar heilbrigðismálum, þeirra á meðal væru verkefni um fjarheilbrigðisþjónustu, fæðingarþjónustu og mæðravernd, héraðslækningar og aðgang að geðheilbrigðisþjónustu svo nokkuð væri nefnt.

Reynsla Svía og áform Íslendinga
Niclas Forsling, verkefnastjóri hjá Miðstöð fjarheilbrigðisþjónustu (Centre for Rural Medicine) í sveitarfélaginu Storuman í Norður-Svíþjóð, flutti fyrirlestur um reynslu Svía á þessu sviði. Hann kynnti sérstaklega formennskuverkefni Svía í Norrænu ráðherranefndinni í fyrra, sem ber heitið „Healthcare and care through distance spanning solutions“. Fyrirlestur hans var tekinn upp eins og allur fundurinn og hefst erindi hans eftir 15:30 mín.

Þá fjallaði Sigríður Jakobínudóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, um áform íslenskra stjórnvalda um að efla fjarheilbrigðisþjónustu til muna. Sigríður er fulltrúi í stýrinefnd samnorræna verkefnisins Vård och omsorg på distans (VOPD). Fyrirlestur Sigríðar hefst eftir 58:00 mín. í upptökunni.

Loks fluttu Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, og Auðbjörg B. Bjarnadóttir, hjúkrunarstjóri og ljósmóðir, fyrirlestur þar sem þær kynntu tilraunaverkefni á sviði fjarheilbrigðisþjónustu á Kirkjubæjarklaustri. Verkefnið hefur m.a. hlotið styrk á grundvelli byggðaáætlunar og hefur reynst vel. Fyrirlestur þeirra hefst eftir 1:29:35 klst.

+ Upptaka af fundinum
+ Aðgerðir byggðaáætlunar 2018-2024

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta