Hoppa yfir valmynd
30.09.2019 Innviðaráðuneytið

Dagskrá ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 2. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn verður í sal H-I sem er staðsettur á annarri hæð hótelsins og hefst kl. 16:00.

Til fundarins eru boðaðir framkvæmdastjórar sveitarfélaga eða staðgenglar þeirra, fulltrúar samtaka sveitarfélaga og aðrir samstarfsaðilar Jöfnunarsjóðs.

Dagskrá fundarins:

  • Ávarp ráðherra
    Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

  • Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2018
    Guðni Geir Einarsson, sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga


  • Sameining sveitarfélaga á Austurlandi
    Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs
  • Sambandið, sveitarfélögin og Heimsmarkmiðin 
    Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Upplýsingagátt Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 
    Hörður Hilmarsson, sérfræðingur hjá Capacent

Fundarstjóri verður Guðný Sverrisdóttir, formaður ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. 

Áætlað er að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 18:00.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta