Hoppa yfir valmynd
22.10.2019 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin samþykkir að veita sveitarfélaginu Hornafirði 33,2 m. kr. vegna uppbyggingar í kjölfar flóða á Suðaustur- og Austurlandi árið 2017

Fláajökull - myndJerzy Strzelecki
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og dómsmálaráðherra, að veita sveitarfélaginu Hornafirði fjárstyrk til að takast á við óvænt útgjöld og brýn verkefni við endurreisn í kjölfar úrkomuveðurs, vatnavaxta og flóða sem urðu á Suðaustur- og Austurlandi í lok september og byrjun október 2017.

Styrkurinn nemur alls 33,2 m. kr. og er m.a. veittur vegna tjóns sem varð á göngubrú yfir Hólmsá við Fláajökul, sem hrundi í flóðunum og skemmdum sem urðu á leiðum að Miðfelli, Jökulfelli, Haukafelli, Hoffelsjökli, Heinabergi og Fláajökli, yfir Kolgrímu og út í Skógey.

Með þeirri styrkveitingu sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun hefur samtals verið veitt rúmlega 350 m. kr. úr ríkissjóði vegna úrkomuveðurs og flóða sem urðu á Suðaustur- og Austurlandi haustið 2017.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta