Greinargerð um svæðisbundna flutningsjöfnun
Byggðastofnun hefur gefið út greinargerð um styrki vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar sem veittir eru í samræmi við lög frá 2011 til að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Markmiðið er að jafna flutningskostnað framleiðenda sem eru með framleiðslu sína og lögheimili fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa þannig við skerta samkeppnisstöðu.
Í greinargerðinni eru umsóknir og styrkir m.a. greindir eftir landsvæðum og atvinnugreinum. Á þessu ári var umsóknarfrestur til 31. mars og bárust 78 umsóknir frá 76 lögaðilum. Heildarfjárhæð styrkja nam um 166,9 milljónum króna samanborið við um 161,6 milljónir króna árið 2018 en alls voru 73 umsóknir samþykktar.