Framlög vegna akstursþjónustu fyrir fatlað fólk búsett í dreifbýli árið 2019
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um áætlaða úthlutun framlaga vegna akstursþjónustu fyrir fatlað fólk búsett í dreifbýli að fjárhæð 14 m.kr. á árinu 2019, sbr. B-hluta 14. gr. reglugerðar 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Framlögin eru hluti af útgjaldajöfnunarframlögum.
Framlögin eru nú veitt í fyrsta sinn en tilkomu þeirra má rekja til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 sem samþykkt var á Alþingi 11. júní á síðasta ári. Aðgerð A-12 fjallar um akstursþjónustu í dreifbýli og þar kemur fram að markmiðið sé að mæta þörfum fatlaðs fólks sem býr við aðstöðumun gagnvart almenningssamgöngum.
Uppgjör framlaganna fer fram í desember sem hluti af greiðslu vegna útgjaldajöfnunarframlaga.