Hoppa yfir valmynd
29.01.2020 Innviðaráðuneytið

Ráðherra kynnti stefnumótun um málefni sveitarfélaga á borgarafundi í Grýtubakkahreppi

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í ræðustól á opnum fundi með íbúum Grýtubakkahrepps sem haldinn var í Grenivíkurskóla í gærkvöldi. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti drög að nýrri heildarstefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga á fjölmennum borgarafundi með íbúum Grýtubakkahrepps í gærkvöldi. Stefnumótunin er hin fyrsta sinnar tegundar hér landi og hefur verið til umræðu á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga. Annarri umræðu um þingsályktunartillöguna lauk á Alþingi í gær.

Á fundinum sagði Sigurður Ingi að með nýrri stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga væri mjög mikilvægt skref stigið að efla sveitarstjórnarstigið og auka sjálfbærni og slagkraft sveitarfélaga. Sigurður Ingi sagði mikinn ávinning fólginn í að sveitarfélög sameinuðust. „Sveitarfélögin verða betur í stakk búin til að sinna skyldum sínum og þjóna íbúunum sem best. Þau munu ráða betur við verkefni sín án þess að þurfa að reiða sig á umtalsverðan stuðning úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eða reka sín mál í gegnum byggðasamlög og samstarfssamninga. Sjálfbærni þeirra eykst, lýðræðislegt umboð styrkist og stjórnsýsla verður enn betur í stakk búin að mæta auknum kröfum um gæði og skilvirkni,“ sagði ráðherra.

Sigurður Ingi sagði mikilvægt að gæta þess að breytingar af þessu tagi hafi ekki þau áhrif að minni byggðarlög fari halloka í stærri sveitarfélögum, að allt vald færist til stærri staðanna í sameinuðu sveitarfélagi. „Það er ábyrgðarhluti og skylda hverrar sveitarstjórnar að sjá til þess að svo verði ekki – að valdi sé dreift, að íbúar séu hafðir með í ráðum, að gæðum samfélagsins sé skipt á sanngjarnan hátt,“ sagði ráðherra.

Grýtubakkahreppur var eitt þeirra sveitarfélaga sem gerði athugasemdir við ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum í áliti sínu um þingsályktunartillöguna í samráðsferli hennar á síðasta ári. Á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í september í fyrra var samþykkt tillaga stjórnar að mæla með því að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta