Hoppa yfir valmynd
04.02.2020 Innviðaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Skýrsla birt um stöðu Norðurlanda

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, í pallborðsumræðum um skýrslu Nordregio um stöðu Norðurlanda (State of the Nordic Region 2020). - mynd

Ítarleg skýrsla um stöðu Norðurlanda (State of the Nordic Region 2020) var gefin út í morgun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, tók þátt í kynningarfundi og pallborðsumræðum um skýrsluna samhliða reglulegum fundi norrænna samstarfsráðherra sem haldin er í Kaupmannahöfn í dag.

Skýrslan fjallar að meginstofni um lýðfræði, hagkerfi og vinnumarkað. Einnig er fjallað sérstaklega um vellíðan á Norðurlöndum og leiðir til að stefna að kolefnishlutlausum Norðurlöndum.

Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar er að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Það er mat skýrsluhöfunda að Norðurlöndin færist nær þessu takmarki þegar svæðis- og sveitarstjórnarstigin eru skoðuð nánar. Skýrslunni er ætlað að koma auga á og greina breytingar innan landanna og milli þeirra til skemmri og lengri tíma. 

Efniskaflar skýrslunnar

Lýðfræði

  • Fæðingar, börn og ungt fólk
  • Fólksflutningar og hreyfanleiki
  • Hækkandi meðalaldur sem veigamikil lýðfræðileg þróun

Vinnumarkaður 

  • Landfræði vinnuafls
  • Norræni vinnumarkaðurinn árið 2040

Hagkerfi 

  • Vaxandi tekjuójöfnuður
  • Hlutverk snjallrar sérhæfingar
  • Lífrænt hringrásarhagkerfi

Þemakaflar

  • Vellíðan á Norðurlöndum
  • Orkuleiðir sem stefna að kolefnishlutlausum Norðurlöndum

Svæðisbundin væntingavísitala

  • Félagsleg og efnahagsleg röðun svæða á Norðurlöndum

Skýrslan er unnin af Norrænu rannsóknastofnuninni um byggðaþróun (Nordregio), sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina,

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta