Hoppa yfir valmynd
17.03.2020 Innviðaráðuneytið

Frumvarp um nýtt fyrirkomulag á jöfnun flutningskostnaðar olíuvara í samráðsgátt

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, nr. 103/1994, og lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011, hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en vakin er athygli á skömmum fresti til að skila umsögn, sem er til og með 20. mars nk. Frumvarpið miðar að því að einfalda regluverk og álögur á atvinnulífið en tryggir jafnframt að áfram verði aðgengi að eldsneyti í strjálbýli.

Frumvarpið felur í sér tvenns konar breytingar. Annars vegar verða lög um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara felld úr gildi. Með því móti er það stjórnskipulag sem byggt hefur verið upp í kringum sjóðinn afnumið og hætt verður að leggja sérstakt flutningsjöfnunargjald á allar olíuvörur, sem fluttar eru til landsins og eru ætlaðar til nota innanlands.

Hins vegar eru gerðar breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun sem felur í sér fyrirkomulag um stuðning við flutning á olíuvörum til svæða sem standa höllum fæti í byggðalegu tilliti og búa við skerta samkeppni af landfræðilegum og lýðfræðilegum ástæðum.

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta