Hoppa yfir valmynd
20.04.2020 Innviðaráðuneytið

Kynningarrit um samhæfingu áætlana í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út kynningarrit um stefnumótun og samhæfingu áætlana ráðuneytisins. Þetta er í fyrsta sinn sem gefið er út rit af þessu tagi um samhæfingu áætlana í Stjórnarráðinu sem nær til allra verkefnasviða ráðuneytis í heild.

Fyrsti áfangi samhæfingarinnar var lögfestur árið 2018 með gildistöku laga til samræmingar á áætlunum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála (nr. 53/2018). Með lögunum er mótuð ný hugsun í stefnumótun, ný sýn og ný vinnubrögð. Nú er hafin vinna við annan áfanga sem felst í að efla þá sem koma að stefnumótunarvinnunni með aukinni þekkingu, verkfærum og tækifærum til að þróa samhæfingu áherslna.

Samhæfing áætlana byggir á sameiginlegri framtíðarsýn og meginmarkmiðum fyrir alla málaflokka ráðuneytisins ásamt því að horft er til samspils áherslna og aðgerða. Stefnur og áætlanir ráðuneytisins eru byggðaáætlun, samgönguáætlun, stefna í fjarskiptum og stefna í sveitarstjórnarmálum sem saman leggja grunn að innviðum samfélagsins. Málefnin mynda eina heild og því hefur starfsemi á einu sviði áhrif á hin. Einnig verður horft til samspils og samhæfingar við aðrar áætlanir í Stjórnarráðinu þegar þær eru unnar, svo sem aðgerðaáætlun um loftslagsmál, heilbrigðisstefnu og landsskipulagsstefnu.

Ríkar kröfur eru gerðar til þjónustu og hlutverks hins opinbera að stuðla að bættum lífskjörum. Ávinningur af samhæfingu er margþættur og felur til að mynda í sér möguleika á betri nýtingu fjármuna, aukið gegnsæi og samvinnu málaflokka um sambærilegar eða sameiginlegar áherslur og aðgerðir.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta