Hoppa yfir valmynd
19.05.2020 Innviðaráðuneytið

Starfshópi falið að meta stöðu sveitarfélaga vegna Covid-19 faraldursins

Starfshópur á vegum stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, hefur verið skipaður til að taka saman upplýsingar um fjármál sveitarfélaga og meta stöðu einstakra sveitarfélaga og hugsanleg úrræði vegna aðsteðjandi rekstrarvanda í ljósi Covid-19 faraldursins.

„Covid-19 faraldurinn mun hafa umtalsverð áhrif á afkomu og efnahag ríkissjóðs og sveitarfélaga. Við viljum leitast við að fá sem besta mynd af fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga til að geta vandað til verka í vinnu okkar framundan að skapa viðspyrnu fyrir íslenskt samfélag,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Starfshópnum er ætlað að safna saman upplýsingum um fjárhagsáætlanir og fjárhagsstöðu þeirra á árinu. Í þessu felst að afla samtímaupplýsinga frá sveitarfélögum, skattayfirvöldum, Hagstofu Íslands, Vinnumálastofnun og fleiri aðilum sem geta nýst fyrir vinnu hópsins. Ávinningur stjórnvalda er betri yfirsýn til að meta fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga og stöðu og horfur fyrir rekstur þeirra á landsvísu.

Í starfshópnum eru eftirtaldir:

  • Gunnar Haraldsson, hagfræðingur, án tilnefningar, formaður
  • Pétur Berg Matthíasson, fulltrúi forsætisráðuneytisins
  • Hanna Dóra Hólm Másdóttir, fulltrúi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins
  • Kristinn Bjarnason, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins
  • Dan Brynjarsson, fjármálastjóri Akureyrarbæjar, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga 
  • Halldóra Káradóttir, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta