Hoppa yfir valmynd
16.06.2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ekki þörf á að skapa fleiri sumarstörf fyrir námsmenn

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra  - mynd

Til þess að bregðast við því ástandi sem skapaðist á vinnumarkaði vegna Covid-19, lagði  félags- og barnamálaráðherra til að veitt yrði 2.2 milljörðum króna í átaksverkefni til að búa til 3.400 tímabundin störf fyrir námsmenn í sumar. Til samanburðar má geta þess að sambærilegt atvinnuátak á árunum eftir efnahagshrunið árið 2008 voru um 1.000 störf. Eftirspurn námsmanna eftir störfunum hefur verið töluvert minni en vísbendingar voru um að yrði. Alls höfðu sveitarfélög landsins heimild til að ráða í 1.700 störf í sumar, en ekki hefur tekist að ljúka ráðningu nema í tæplega 1.450 af þeim þar sem margir umsækjenda höfðu þegar fengið vinnu annars staðar. Þá er umsóknarfresti lokið hjá stofnunum ríkisins og lokatölurnar þar voru að 1.510 námsmenn sóttu um þau 1.500 störf sem í boði voru og sótti hver námsmaður um tæplega sjö störf að meðaltali.  Þrátt fyrir að ekki sé búið að úthluta þessum störfum er ljóst að ekki mun takast að fylla í þau vegna þess að margir námsmenn eru þegar komnir með vinnu.

Það hefur komið sveitarfélögum og opinberum stofnunum á óvart hversu margir námsmenn voru búnir að ráða sig í vinnu þrátt fyrir að hafa sótt um störf sem búin voru til í átakinu. Því er ljóst að staða námsmanna á vinnumarkaði er umtalsvert betri en forystufólk námsmanna hefur talið hingað til, en alls er um 500 störfum, sem búin voru til í tengslum við átakið, óráðstafað og líkur á því að þeim fjölgi nokkuð þegar vinnu við umsóknir um störf hjá opinberum stofnunum lýkur.

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra: „Nú þegar myndin er að skýrast er það mikið gleðiefni að tekist hefur að skapa það mörg störf að þau ganga ekki út. Við fórum af stað með 3.400 ný sumarstörf fyrir námsmenn í fyrstu lotu, og vorum tilbúin að bæta enn frekar í ef aðstæður kölluðu á það. Við sjáum hins vegar á þessum tölum að eftirspurn námsmanna í þessi störf er minni en gert var ráð fyrir, og því ekki þörf á að skapa fleiri tímabundin störf í sumar.”

 

 

 

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta