Hoppa yfir valmynd
01.07.2020 Innviðaráðuneytið

Skrifað undir samning um 250 milljóna kr. viðbótarfjármagn til sóknaráætlunar Suðurnesja

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, við undirritunina. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum skrifuðu í dag undir viðaukasamning við sóknaráætlun Suðurnesjum sem kveður á um 250 milljóna viðbótarfjármagn til að efla þjónustu og efla sveitarfélög á svæðinu.

„Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa á síðustu árum vaxið mjög hratt og því hafa fylgt ákveðnir vaxtarverkir. Ofan á það bættist hið gríðarlega högg sem varð vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Það samstarf og samtal sem náðist milli ríkisins og sveitarfélaganna í vetur er mikilvægt og bind ég vonir við að innspýting ríkisins í mikilvæg verkefni í þessu samkomulagi veiti góða viðspyrnu fyrir mannlíf og efnahag á Suðurnesjum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Fjármagni samkvæmt samningnum verður varið í samræmi við aðgerðaráætlun um að efla þjónustu ríkisins á Suðurnesjum, sem starfshópur kynnti í maí. Aðgerðaáætlunin er í sautján liðum og skiptist í fjóra flokka, þjónustu, atvinnumál, samfélagsverkefni og menntamál.

Þjónusta

  • Vaxtarsvæði – samráðsteymi ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum  
  • Sterk framlína í krafti fjölbreytileikans – 30 milljónir kr.
  • Þverfagleg Landshlutateymi (Velferðarstofa) – 30 milljónir kr.
  • Aukin verkefni hjá sýslumanninum á Suðurnesjum – 12 milljónir kr.
  • Átak gegn heimilisofbeldi – 12 milljónir kr. 
  • Bætt heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum – 6 milljónir kr.

Atvinnumál

  • Vinnumarkaðsátak

Samfélag

  • Samfélagsrannsóknir – 10 milljónir kr.
  • Heilsueflandi Suðurnes – frístundavefur – 1,5 milljónir kr.
  • Reykjanes UNESCO Global Geopark – 25 milljónir kr. 

Menntun

  • Styttri námsúrræði – 20 milljónir kr.  
  • Sumarnám – 30 milljónir kr.
  • Þróun á sviði vendináms – 10 milljónir kr.  
  • Fisktækni á pólsku – 12 milljónir kr.  
  • Sjávarakademían, nýsköpun og vöruþróun innan bláa hagkerfisins – 12 milljónir kr.
  • Efling þekkingarstarfsemi á Suðurnesjum – 20 milljónir kr.
  • Flugklasinn – 19,5 milljónir kr.

Viðbót við aðrar aðgerðir

Aðgerðirnar bætast við aðrar sértækar aðgerðir stjórnvalda fyrir Suðurnes. Settar verða 4 milljarðar kr. í aukið hlutafé til ISAVIA sem mun m.a. skapa 50–125 störf vegna innviðaframkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Í fjárfestingarátaki stjórnvalda hafa einnig verið kynnt ýmis opinber verkefni, þ.m.t. samgönguverkefni á Suðurnesjum til viðbótar við gildandi fjárveitingar, 200 milljóna kr. stuðningur við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að bæta aðkomu sjúkrabifreiða og 60 m.kr. fjárfesting í endurbætur á byggingu á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar vegna aðstöðu fyrir ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands. Loks var fjármunum varið til dýpkunar framkvæmda í höfninni í Sandgerði og fleiri hafnartengdum verkefnum.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta