Hoppa yfir valmynd
30.09.2020 Innviðaráðuneytið

Jöfnunarsjóður bætir við 200 milljónum vegna þjónustu við fatlað fólk

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta 200 milljónum krónum til viðbótar í ár vegna þjónustu við fatlað fólk. Viðbótarframlaginu er ætlað að koma til móts við aukinn kostnað þjónustusvæða vegna Covid-19.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra samþykkti tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs um að úthluta sérstöku viðbótarframlagi, sem lögð var fram á fundi nefndarinnar 25. september síðastliðinn.

Úthlutunin byggir á gögnum sem safnað var frá þjónustusvæðum og er í samræmi við fyrirhugaða aðkomu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að vinnu viðbragðsteymis stjórnvalda um þjónustu við viðkvæma hópa.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta