Hoppa yfir valmynd
01.10.2020 Innviðaráðuneytið

Mestu fjárfestingar í samgöngum frá upphafi, stórefling netöryggismála og jákvæð byggðaþróun

Framlög til samgöngumála í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021, sem lagt var fram í dag, nema ríflega 56,2 milljörðum króna sem er um 10,7 milljarða aukning frá gildandi fjárlögum eða 23,6%. Framlag til fjarskiptamála hækka líka verulega á milli ára eða um 21% og nema um 1,7 milljörðum króna.

Fjárfestingar í innviðum samgöngukerfisins

  • 35.525 milljónir króna til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu. Hækkun um 31,4%.

Stórsókn verður í vegaframkvæmdum í tengslum við fjárfestingarátak stjórnvalda sem skapar þúsundir starfa. Akstursstefnur verða aðskildar á stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu; á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi. Einnig verða framkvæmdir á Þverárfjallsvegi og Skagastrandarvegi, Borgarfjarðarvegi, Snæfellsnesvegi um og Skógarströnd og hringtorg við Landvegamót á Eyrarbakkavegi og á Flúðum. Stærstu framkvæmdir utan fjárfestingarátaks eru m.a. á Suðurlandsvegi milli Biskupstungnabrautar og Varmár í Ölfusi, hringvegur um Kjalarnes, Vestfjarðarvegur um Gufudalssveit og Dynjandisheiði og Akranesvegur. Einnig er lögð áhersla á að styrkja og leggja bundið slitlag á umferðarlitla tengivegi.

Átak verður í fækkun einbreiðra brúa á hringvegi m.a. Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, Núpsvötn, Stóra-Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi og Skjálfandafljót á hringvegi hjá Fosshóli og Goðafossi. 

  • 3.971 milljónir króna til innanlandsflugvalla. 

Fjárfestingar á flugvöllum verða auknar m.a. akbraut á Egilsstaðaflugvelli og flughlað og flugstöð á Akureyri. Þá verður viðhald aukið á innanlandsflugvöllum og lendingarstöðum. Hækkun frá gildandi fjárlögum er 57,1%

  • 1.305 milljónir króna til hafna. 

Stuðningur ríkisins við hafnarframkvæmdir eykst frá gildandi fjárlögum um 41,3%. 

  • 15.407 milljónir króna til annarra verkefna í samgöngumálum.

Framlag til almenningssamgangna hækkar á milli ára og er nú yfir 4.000 milljónir. Nýbreytni á þessu sviði er byggðaverkefnið, Loftbrú, sem felur í sér niðurgreiðslu flugfargjalda. Þá er hér undir þjónusta á vegakerfinu með tæplega 6.000 milljónir.

 

Stórefling netöryggismála

  • 1.685 milljónir króna til fjarskipta- og netöryggismála.

Áfram verður unnið að því að bæta fjarskipti á svæðum þar sem er markaðsbrestur. Komandi ár er sjötta árið sem ríkið styrkir ljósleiðaravæðingu sveitarfélaga með fjárveitingum gegnum fjarskiptasjóð, sem hefur numið um 450-480 milljónum ár hvert. Undir lok verkefnisins er stefnt að því að tengja síðustu 150-250 byggingarnar í dreifbýli. Fjárveiting Fjarskiptasjóðs er aukin um 100 m.kr. í samræmi við fjárfestingarátak, framlagið fer til uppbyggingu varaafls fyrir fjarskipti.

Netöryggismál fá 250 m.kr. framlag á næsta ári í tengslum við innleiðingu nýrra laga þess efnis. Áhersla er á að efla málaflokkinn og er gert ráð fyrir verulegri hækkun framlaga í fjármálaáætlun áranna 2021-2025.

Jákvæð byggðaþróun

  • 1.305 milljónir króna til byggðaáætlunar og sóknaráætlana landshluta

Til byggðaáætlunar og sóknaráætlana landshluta fara 1.305 m.kr. sem er hækkun um 14,9% frá gildandi fjárlögum. 

Áhersla er lögð á að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni m.a. með svokölluðum fjarvinnslustöðvum. Stofnanir geta þannig sótt um styrk til að koma opinberum gögnum á stafrænt form og styrkja þannig atvinnu á landsbyggðinni. Fjarheilbrigðisþjónusta er einnig styrkt m.a. með því að stuðla að því að krabbameinsgreindir einstaklingar á landsbyggðinni og aðstandendur þeirra njóti sambærilegrar þjónustu og á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru almenningssamgöngur á landsbyggðinni styrktar sérstaklega.

Framlag til þessara áætlana hafa hækkað mikið á undanförnum árum eins og myndin sýnir.

 
 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta