Hoppa yfir valmynd
17.11.2020 Innviðaráðuneytið

Nordregio Forum 2020: Skipulagsmál og stefnumótun í bæjum fyrir alla

Vefráðstefna á vegum Nordregio um skipulagsmál og stefnumótun í bæjum fyrir alla verður haldin á morgun miðvikudaginn 18. nóvember kl. 12:00. Um er að ræða annan hluta af ráðstefnunni Nordregio Forum 2020 og meginviðfangsefnið er samþætting (inclusion). Ráðstefnan fer fram á ensku.

Á ráðstefnunni verður meðal annars leitað svara við því hvernig við mótum samfélög þar sem allir geta lagt sitt að mörkum og dafnað óháð uppruna. Þessi hluti Nordregio Forum mun byrja á að skoða þróun fólksflutninga og lýðfræði á Norðurlöndunum og síðan hvað veldur og hvaða áhrif vaxandi minnihlutahópar í borgum og bæjum hafa. Fjallað verður um stefnur og skipulagsmál og hvaða áhrif þær hafa á samþættingu og þátttöku yngri kynslóða á Norðurlöndum, frá Reykjanesbæ til Arendal í Noregi og yfir til Pori í Finnlandi. 

Að lokum verður farið yfir dönsku „Gettó stefnuna“ og jákvæð og neikvæð áhrif hennar.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta