Hoppa yfir valmynd
22.12.2020 Innviðaráðuneytið

Byggðastofnun kortleggur húsnæði fyrir störf án staðsetningar

Kort Byggðastofnunar sýnir staði sem bjóða upp á húsnæði fyrir störf án staðsetningar. - mynd

Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir störf án staðsetningar. Upplýsingum var safnað saman með aðstoð landshlutasamtaka sveitarfélaga og hafa verið settar fram á sérstöku korti

Á kortinu eru nú 83 staðir þar sem hægt er að taka við fólki sem vinnur starf án staðsetningar með rúmlega 100 starfsstöðvar fyrir einstaklinga. 

Kortinu er ætlað að vera lifandi upplýsingagátt fyrir forstöðumenn ráðuneyta og stofnana og alla þá sem hugsa sér að sinna opinberu starfi án staðsetningar. Á kortinu birtast grunnupplýsingar um viðkomandi staði og tengilið ef áhugi er fyrir hendi. Kortið var unnið að beiðni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og er ætlunin að uppfæra upplýsingarnar sem þar birtast eins og þörf krefur.

Í gildandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 er sett fram markmið um að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði án staðsetningar árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki (aðgerð B.7. – Störf án staðsetningar). 

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta