Hoppa yfir valmynd
20.01.2022 Innviðaráðuneytið

Nýtt vefsvæði um sameiningar sveitarfélaga

Nýtt vefsvæði um sameiningar sveitarfélaga - myndTeikning/Elín Elísabet Einarsdóttir og Rán Flygenring

Ráðuneytið setti nýverið í loftið nýtt vefsvæði um sameiningar sveitarfélaga á vef Stjórnarráðsins. Á vefsvæðinu eru veittar gagnlegar upplýsingar um ferli sameininga sveitarfélaga, annars vegar í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og hins vegar reynslu sveitarfélaga af sameiningarferli.

Leiðbeiningar á vefnum um sameiningar sveitarfélaga skiptast í 8 meginskref en þau eru: Óformlegar viðræður, formlegar viðræður, undirbúningur, kynning, sameiningarkosningar, gildistaka, innleiðing og eftirfylgni.

Þá eru veittar ýmsar ítarupplýsingar á vefnum um gildandi lög og dæmi um verklag við sameiningar. Við þróun leiðbeininganna á vefnum var lögð áhersla á að efnið væri skýrt og aðgengilegt. Auðvelt er að færa sig á milli skrefa með því að velja tiltekið skref í flýtivali hægra megin á hverri síðu í umfjöllun um skrefin. Stefnt er að því að haldið verið áfram að þróa vefinn, m.a. með frekara upplýsingaefni, texta, myndum og myndböndum á næstunni.

Vefurinn er skreyttur teikningum eftir myndlistarkonurnar Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Rán Flygenring.

Hægt er að að senda fyrirspurnir og ábendingar um efni vefsvæðisins til ráðuneytisins í gegnum netfangið [email protected].

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta