Hoppa yfir valmynd
08.07.2022 Innviðaráðuneytið

Sextugasti rampurinn settur í Mosfellsbæ

​Systurnar Arnheiður og Árdís Heiðarsdætur opnuðu sextugasta rampinn í Mosfellsbæ. - mynd

Verkefnið Römpum upp Ísland hófst handa við að rampa upp Mosfellsbæ í liðinni viku. Rampar sem hafa verið settir upp í Mosfellsbæ eru meðal annars við verslanir og fyrirtæki í Háholti og þar af er rampur nr. 60 í verkefninu. Lögð er áhersla á að leggja rampa við staði þar sem mannlíf er mikið. Markmiðið með verkefninu er að setja upp þúsund rampa á næstu fjórum árum á landinu öllu.

Systurnar Arnheiður og Árdís Heiðarsdætur tóku að sér að opna formlega rampinn við Mosfellsbakarí. Þær sendu nýlega erindi til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar ásamt vinkonuhópi sínum og vöktu athygli á mikilvægi þess að öll geti farið á þá staði sem þeir vilja.

Mosfellsbær fagnar framtakinu og komu þessa mikilvæga og þarfa verkefnis í bæinn. Aðgengi getur verið takmarkandi fyrir hreyfihamlaða og oft er hægt að bæta aðgengi til muna með einföldum hætti.

Verkefnið Römpum upp Ísland hefur þann mikilvæga tilgang að greiða aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, afþreyingu og þátttöku og stuðlar þannig að auknu jafnrétti allra. Römpunum er ætlað að veita hreyfihömluðum aukið aðgengi að verslun og þjónustu. Stofnaður var sjóður með aðkomu fyrirtækja og aðila sem stendur straum af kostnaði fyrir verslunar- og veitingahúsaeigendur. Rampar eru settir upp í góðu samstarfi eigenda bygginga og skipulagsyfirvalda í hverju sveitarfélagi. Haraldur Þorleifsson stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno er hvatamaður verkefnisins.

Styrktaraðilar verkefnisins Römpum upp Ísland eru Ueno, innviðaráðuneytið, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, BM Vallá, Davíð Helgason, Össur, InfoCapital, Brandenburg, Efla, Aton.JL, Deloitte, LEX, Gæðaendurskoðun ehf., ÖBÍ og Sjálfsbjörg. Sveitarfélög leggja sitt af mörkum á hverjum stað.

Rampar hafa verið settir upp víða um land frá því að verkefnið hófst í vor eða allt frá því að fyrsti rampurinn í þessu átaki var opnaður í Hveragerði í maí. Einnig hafa verið haldnar formlegar opnanir í Reykjanesbæ, Hvanneyri (Borgarbyggð) og Hafnarfirði á síðustu vikum. Í fyrra voru 100 rampar settir upp í verkefninu Römpum upp Reykjavík.

  • Stór og öflugur hópur kom að uppsetningu rampsins og opnunar hans í Mosfellsbæ, þ.á m. systurnar og fjölskylda hennar, starfsfólk bæjarins og aðstandendur verkefnisins Römpum upp Ísland. - mynd
  • Arnar Jónsson, starfandi bæjarstjóri Mosfellsbæjar ávarpar gesti. - mynd
  • Lovísa Jónsdóttir, varaformaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, ávarpar gesti. - mynd
  • ​Systurnar Arnheiður og Árdís Heiðarsdætur. - mynd
  • Teymið sem sér um uppsetningu á römpum um allt land. - mynd

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta