Hoppa yfir valmynd
27.09.2022 Innviðaráðuneytið

Drög að skýrslu um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn birt í samráðsgátt

Drög að skýrslu verkefnisstjórnar um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Öll hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 12. október nk.

Í aðgerðaáætlun gildandi stefnumótunar stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga er sett fram markmið um að bæta starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn í því skyni að vinna gegn mikilli endurnýjun í þeirra hópi. Í lýsingu á aðgerðinni segir að greina þurfi starfsaðstæður og kjör kjörinna fulltrúa og bera saman við sambærilega þætti innan annarra norrænna sveitarstjórna. Huga verði að orsökum mikillar endurnýjunar í ljósi þess að hátt hlutfall kjörinna fulltrúa gefi ekki kost á sér aftur til þátttöku í sveitarstjórnum eftir að hafa setið í þeim í eitt kjörtímabil.

Haustið 2021 skipaði Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitarstjórnarmála, verkefnisstjórn um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. Verkefnisstjórnin hefur nú skilað greiningu sinni og tillögum til úrbóta. Skýrslan skiptist í þrjá þætti. Í fyrsta lagi er fjallað um álag, vinnufyrirkomulag og kjör kjörinna fulltrúa. Í öðru lagi er fjallað um beinan stuðning við kjörna fulltrúa og fræðslu þeirra. Í þriðja og síðasta lagi er fjallað um upplýsingamiðlun, þátttöku/íbúalýðræði og uppbyggileg samskipti.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta