Hoppa yfir valmynd
12.05.2023 Innviðaráðuneytið

Fyrsti rampurinn norðan heiða á Húsavík

Hildur Sigurgeirsdóttir, 23 ára íbúi á Húsavík, klippti á borðann og vígði rampinn. - mynd

Fyrr í vikunni var fyrsti rampurinn í verkefninu Römpum upp Ísland settur upp á Norðurlandi. Húsavík var fyrsti viðkomustaður verkefnisins norðan heiða. Fyrsti rampurinn var tekinn í notkun við Heimabakarí en það var Hildur Sigurgeirsdóttir, 23 ára íbúi á Húsavík, sem klippti á borðann og vígði rampinn. Markmiðið með verkefninu er að setja upp 1.500 rampa á landinu öllu.

Undirbúningur og framkvæmdir vegna verkefnisins gengu vel á Húsavík. Í frétta frá sveitarfélaginu þakkaði Norðurþing fyrir gott samstarf við Römpum upp Ísland og fyrirtækjaeigendum á Húsavík fyrir góðar undirtektir og vilja til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að sínum stofnunum.

Nánar um verkefnið

Verkefnið Römpum upp Ísland hefur þann mikilvæga tilgang að greiða aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, afþreyingu og þátttöku og stuðlar þannig að auknu jafnrétti allra. Römpunum er ætlað að veita hreyfihömluðum aukið aðgengi að verslun og þjónustu.

Stofnaður var sjóður með aðkomu opinberra aðilia og fyrirtækja í einkaeigu sem stendur straum af kostnaði fyrir verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu.  Verkefnið verður framkvæmt í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. 

Römpum upp Ísland sem er í beinu framhaldi af Römpum upp Reykjavík. Árið 2021 voru 100 rampar settir upp í verkefninu Römpum upp Reykjavík. Eftir að verkefnið var útvíkkað sem Römpum upp Ísland hafa rampar hafa verið settir upp víða um land. Fyrsti rampurinn í landsverkefninu var opnaður í Hveragerði í maí 2022. 

Innviðaráðuneytið og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga eru meðal helstu styrktaraðila verkefnisins en ýmis fyrirtæki og einstaklingar hafa lagt því lið með fjárframlagi og vinnu. 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta